18 júní, 2005

17. júní... Fimm féllu í yfirlið!

Heitasti sautjándijúní evvör, hvorki meira né minna. Maður hefði ekki slegið hendinni á móti þessu veðri þegar maður barðist móti slagviðrinu með tvær stríðsmálaðar strumpastelpur og eitt kíló af myndavél hérna í denn. En það var samt býsna gaman... Við fórum gjarnan í strætó til að þurfa ekki að sækja bílinn eitthvað útí buskann þegar úthaldið þryti og svo var bara gengin galeiðan eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í gær var þetta örruvísi... Annar strumpurinn rétt ókomin frá Köben og hinn undi glöð við sitt, Sautjándi júní vodd!!!

Ásla og skólinn hennar voru heiðruð, skjölluð og heiðursskjöluð eins og við átti, Meistarakokkar framtíðarinnar höfðu greinilega slegið í gegn svo eftir var tekið og meistarakennarinn var í góðum félagsskap með öðrum afrekskennurum, afburðanemendum og skólastjórnendum þeirra. Að lokum bauð borgin viðstöddum í kaffi og meððí. Að svo búnu örkuðum við á Jómfrúna með heiðursskjalið í gullramma undir hendinni ásamt Kris, Jóa, Daníel og Karen. Þrátt fyrir sundurleitan hóp og ójafnar langanir og þarfir komu allir sér saman um að hlamma sér niður á Arnarhóli þar sem Sigga Beinteins, Ástralskur einhjólskúreki og fleiri furðudýr skemmtu okkur konunglega. Kvöldið var svo kórónað með snilldargrillveislu. Helga María, Jói og Guðrún granni bættust í gleðskapinn, auðvitað var borðað úti í garði og nágrönnum skemmt eins lengi og hlýjan lifði.

~Hæjjhójibbíjeijjogjibbíojeijj... Það er kominn átjándi júní!~

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Óli minn.. Til hamingju með nýju síðuna þína, hún er alveg mögnuð :) það er bara eitt sem vantar á hana og það er mynd af mér ;) haha :p Hafðu það gott og mundu að mér þykir vænt um þig :)
Kv. Bjögga Gítargella

Nafnlaus sagði...

haha við vorum Best á 17 í þá daga hahahah já ég segi það satt gaman að geta fylgst með pabba gamla í bloggheiminum

L. you

Kv Frumburðurinn